Firestarter er nýr viðskiptahraðall sem var settur á laggirnar 2019. Hlutverk hans er ætlað er að auka verðmætasköpun í íslensku tónlistarumhverfi. Verkefnin sem urðu fyrir valinu það árið fengu aðgang að fullbúinni vinnuaðstöðu, ráðgjöf og leiðsögn frá fjölmörgum sérfræðingum, fjárfestum og reyndum frumkvöðlum þeim að kostnaðarlausu yfir fjögurra vikna tímabil. Firestarter miðar að því að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni.
Firestarter fór fram með breyttu sniði 2020 sökum Covid 19 en þá var hraðallinn í formi tveggja daga vinnustofu. Stefnt er að því að hraðallinn fari aftur fram árið 2022.
Að verkefninu standa Tónlistarborgin Reykjavík, ÚTÓN og Icelandic Startups með stuðningi Senu Live, Samtóns og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytissins.
SJÁ MEIRA