Skip to main content
Verkefni

Samstarfsverkefni og tengslanet

Music Cities Network 

 

Tónlistarborgin Reykjavík hefur frá árinu 2019 verið meðlimur í alþjóðlegu tengslaneti tónlistarborga, Music Cities Network, en aðrar meðlimaborgir eru Sydney, Berlín, Manchester, Bergen, Hamborg, Groningen, Nantes, Gautaborg og Árósar. Markmið tengslanetsins er að efla  samskipti og samvinnu í málefnum sem varða tónlistarmenningu. Meðlimir MCN vinna saman og styðja hver annan við að deila rannsóknum og þekkingu, kanna stefnu og hagsmunagæslu, efla tengslamyndun fyrir borgarleiðtoga og aðra hagsmunaaðila í tónlistarborgum um allan heim.

Þátttaka Reykjavíkur í þessu tengslaneti eflir Reykjavík sem tónlistarborg og skapar fjölmörg tækifæri til tengslamyndunar og tónlistarflutnings á erlendri grundu fyrir reykvískt tónlistarfólk, fagfólk í tónlist sem og mennta- og menningarstofnanir borgarinnar á tónlistarsviðinu.

SJÁ MEIRA

 

Keychange 

Tónlistarborgin er partur af Keychange skuldbindingunni. Tónlistarborgin, ásamt öðrum samtökum sem hafa skrifað undir yfirlýsinguna, skuldbindur sig til kynjajafnréttis, að hlutur kvenna og annarra kynjagerva í verkefnum og viðburðum Tónlistarborgarinnar verði jafn á við hlut karla. Tónlistarborgin skuldbindur sig jafnframt til að standa við yfirlýsinguna þegar ráðið er er í önnur störf á vegum verkefnisins svo sem ljósmyndun, hönnun og ritstörf. Við trúum því að með því að standa við þessa skuldbindingu verði það einnig öðrum til innblásturs að gera slíkt hið sama og þannig ryðjum við brautina meiri kynjajafnvægi í tónlistariðnaðinum um allan heim, skref fyrir skref.

SJÁ MEIRA

 

Record in Iceland 

Árið 2016 voru sett lög um tímabundnar endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði. Endurgreiðslunar nema 25% af framleiðslukostnaði hljóðrits og er markmið laganna að efla tónlistariðnað á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu.

Record in Iceland er kynningarátak á vegum ÚTÓN vegna endurgreiðslu hljóðritunarkostnaðar sem fellur til á Íslandi.  Kynningarátakið er unnið í samvinnu við Utanríkisráðuneytið, Íslandsstofu og Reykjavík tónlistarborg. Verkefnið er styrkt af Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu.

SJÁ MEIRA
This site is registered on wpml.org as a development site.