Fjöldi metnaðarfullra tónlistarhátíða fer fram í Reykjavík hvert ár. Myrkir Músíkdagar og Iceland Airwaves eru borgarhátíðir frá 2020 – 2022 og hljóta því aukinn stuðning frá Reykjavíkurborg. Tónlistarborgin hefur átt farsælt samstarf með ýmsum hátíðum sem fara fram í borginni auk þess að bjóða þeim sem vilja upp á samtöl og ráðgjöf. Tónlistarborgin hefur til að mynda stutt tónlistarhátíðir með því að styrkja þau um og aðstoða með meistaranámskeið, vinnustofur og tengslamyndunarfundi auk þess vera gestgjafi fyrir ýmis konar móttökur í tengslum við hátíðirnar. Í samstarfi við ÚTÓN og Íslandsstofu hélt Tónlistarborgin vinnusmiðju fyrir tónlistarhátíðir sumarið 2021 þar sem stuðningur og samstarf Reykjavíkurborgar og þessara stofnanna var kynntur auk þess sem þátttakendur fengu fræðslu um PR, streymi og fleira.