Tónlistarborgin Reykjavík er þróunarverkefni en markmiðið er að efla Reykjavík enn frekar sem tónlistarborg með því að koma á fót öflugu stuðningskerfi og skapa hagstæð skilyrði fyrir gróskumikið tónlistarlíf.

Með því að móta heildstæða stefnu og skýra aðgerðaáætlun um Tónlistarborgina getur Reykjavíkurborg nært enn frekari uppbyggingu öflugs tónlistarlífsins með þeim samfélags- og efnahagslega ávinningi sem því fylgir. Verkefnastjóri tónlistarborgarinnar er María Rut Reynisdóttir.

Yfirsýn og samhæfing er nauðsynleg þegar kemur að markvissri uppbyggingu á tónlistarlífi og tónlistariðnaði í borginni. Verkefnastjóri Tónlistarborgar gegnir ráðgjafa- og samhæfingarhlutverki í tónlistarlífinu  – er fjöltengið fyrir greinina í borginni. Verkefnastjóri sinnir upplýsingaöflun, greiningarvinnu, aðstoð, ráðgjöf og alþjóðlegu samstarfi.

HAFA SAMBAND

Almennar fyrirspurnir:

tonlistarborgin@reykjavik.istonlistarborgin@reykjavik.is

Verkefnastjóri María Rut Reynisdóttir:

maria.rut.reynisdottir@reykjavik.ismaria.rut.reynisdottir@reykjavik.is

Sími +354 411 6033