Skip to main content
Verkefni

Úrbótasjóður Tónleikastaða í Reykjavík

Hlutverk úrbótasjóðs er að styðja við tilvist minni og miðlungs stórra tónleikastaða í Reykjavík með því að veita styrki til úrbóta á tónleikastöðunum hvað varðar aðstöðu, aðbúnað og aðgengi. Þannig er stuðlað að áframhaldandi aðstöðu fyrir lifandi tónlistarflutning í borginni sem styður um leið við tónlistarlífið og eflir mannlífið. Gert er ráð fyrir að styrkhafar beri sjálfir fjórðungs hluta kostnaðar við úrbæturnar. Heimilt er að reikna kostnað við eigið vinnuframlag. Heimilt er að veita styrki úr sjóðnum til smærri og miðlungsstórra tónleikastaða og menningarhúsa er sinna tónleikahaldi í Reykjavík vegna úrbóta er varða aðstöðu, aðgengi og aðbúnað. 

12 staðir fengu styrk úr sjóðnum 2021. 

SJÁ MEIRA
This site is registered on wpml.org as a development site.